Spike er 3 ára gulbröndóttur og hvítur fress sem óskar nú eftir rólegu og traustu framtíðarheimili. Hann þarf að vera eini prinsinn á barnlausu heimili þar sem hann fengi tíma til þess að aðlagast fullkomlega.

Tilvísun: 09.12.2020-02

 

 

 

Óðinn er 10 ára + gulbröndóttur og hvítur stórgerður fress sem óskar nú eftir traustu og rólegu framtíðarheimili þar sem hann fengi að vera eina dýrið á heimilinu. Hann gæti viljað kíkja út á svalir/pall/garð þegar hann væri tilbúinn.

Tilvísun: 09.12.2020-01

 

 

 

Kolbeinn Kapteinn er 5 ára svartur fress sem óskar nú eftir rólegu, traustu og barnlausu framtíðarheimili. Hann þarf heimili með öðrum ketti sem er hvorki alpha né dominant.

Tilvísun: 08.09.2020-01