Þessi litla ómerkta og ólarlausa læða fannst í Skipholti þann 10. júní sl. Hún var með sár á búknum og farið var með hana á dýraspítala áður en hún kom til okkar.

Tilvísun: 11.06.2021-01

 

 

 

Þessi ómerkti og ólarlausi, en geldi fress fannst við Skálahlíð í Mosó þar sem hann hefur verið að veiða sér til matar í einhvern tíma. Hann er blíður og virðist vera heimilisköttur.

Tilvísun: 10.06.2021-01

 

 

 

Þessi ómerkti, ólarlausi og ógeldi fress fannst í Mosfellsbæ sunnudagskvöldið 6. júní.

Tilvísun: 07.06.2021-01

 

 

 

Þessi ómerkta og ólarlausa læða hefur gert sig heimakomna við Álfaskeið í Hafnarfirði í 2-3 mánuði.

Tilvísun: 31.05.2021-01

 

 

 

Þessi ómerkta og ólarlausa læða fannst við Breiðvang í Hafnarfirði þann 17. maí sl.

Tilvísun: 19.05.2021-01

 

 

 

Rósa náðist loksins í fellibúr eftir að hafa verið á vergangi í Mosfellsbæ síðan í janúar 2018. Hún þarf tíma til þess að aðlagast og venjast inniverunni.

Tilvísun: 05.05.2021-01