Simbi kom til okkar af heimili og verður brátt tilbúinn á nýtt framtíðarheimili.

Tilvísun: 30.01.2023-01

 

 

 

Katla týndist úr bústað í Miðhúsaskógi í júní 2022 og var að finnast og náðist í búr í gær! Hún er búin að reiða sig á að gestir bústaða skilji glugga eftir opna svo hún nái sér í mat, en guði sé lof að hún er örmerkt og kemst til síns heima. Hún verður hjá okkur á meðan ormahreinsunarferli klárast og fer svo heim til sín.

Tilvísun: 17.01.2023-02

 

 

 

Þessi ómerkta og ólarlausa læða fannst við Miðvang 41 í Hafnarfirði þar sem hún hefur vanið komið sínar undanfarna mánuði. Hún er mjög hvekkt.

Tilvísun: 29.12.2022-01